Ég er ljósmyndari sem starfa mestmegnis á suðvesturhorninu en ég fer þó þangað sem mín er óskað. Ég útskrifaðist sem ljósmyndari frá New York Institute of Photography . Ég tek að mér hverskyns ljósmyndaverkefni enda þykir mér best að hafa verkefnin fjölbreytt, hvort sem það eru brúðkaupsmyndatökur, starfsmannamyndatökur eða vörumyndatökur eða eitthvað annað. Ég get líka tekið að mér ýmis hönnunarverkefni tengd ljósmyndaverkefnunum. eins og að gera boðskort, plaköt t.d. með sætaskipan, jólakort og margt fleira. Endilega heyrðu í mér ef þig vantar myndatökur og/eða hönnun.
Back to Top