Brúðkaupsdagurinn er einstakur dagur þar sem ástin er í forgrunni og tveir einstaklingar sameinast í lífsins för. Það er dagur fullur af tilfinningum, gleði og hátíðleika og augnablikin sem verðskulda að vera fest á mynd eru mörg. Ljósmyndir frá brúðkaupsdeginum eru dýrmæt minning um ástina og loforðin sem gefin voru og verða að fjársjóði sem hjónin og fjölskyldan geta litið aftur til um ókomin ár. Ég er á þeirri skoðun að brúðkaupsmyndatökur eigi að vera skemmtilegar og þær eigi að vera eftirminnilegur partur af þesum merka degi.




























































































